Breytt umhverfi

Námskeið ætlað leikskólastjórnendum sem komnir eru með ljósleiðara og tengjast borgarnetinu.

Námslýsing :

  • Tölvur og tölvunotkun
  • Netkerfi borgarinnar útskýrt
  • Skalavarsla – uppbyggin og ábyrgð kynnt
  • Farið yfir breytingar á prentara uppsetningum
  • Tölvuöryggi og varnir kynntar
  • Outlook forritið kynnt

Markmið:

Kynna stjórnendum leiksóla Reykjavíkur þær breytingar sem verða við að tengjast ljósleiðara og netkerfi borgarinnar.
Auka sýn þeirra á þeim möguleikum sem það skapar og gera þeim betur kleift að taka upplýstar ákvarðanir um skipulag og hönnun innra starfs viðkomandi stofnunar

Námskeiðstími:

4 tímar.

Á þessu ári munu allir leikskólar Reykjavikur tengjast ljósleiðara og þar með neti borgarinnar. Þetta verður að teljast mikil tímamót fyrir þessar stofnanir sem fram að þessu hafa verið með ADSL tengingar og ekkert samband við borgarnetið.

Mikilvægt er að fræða stjórnendur um þær breytingar sem þetta hefur í för með sér og þá auknu ábyrgð sem því fylgir að tengjast borgarnetinu.

Á námskeiðinu er farið yfir tölvur og tölvunotkunn, tengingar og uppbyggingu netkerfis, einnig er farið yfir almenn öryggisatriði í tölvunotkunn

Þá er farið yfir grunnatriði í skjalavörslu – uppbyggingu-útfærslu-skipulagi og ábyrgð stjórnanda

Miðlæg prentþjónusta er útskýrð. Outlook postforritið kynnt og farið yfir helstu atriði en í dag eru flestir starfsmenn leikskóla að nota vefpóst.

Námskeiðið er sérsniðið að þörfum stjórnenda Leikskóla Reykjavikur og er
því mikilvægt að allir stjórnendur skólans taki þátt i námskeiðinu ( skólastjóri aðstoðarskólastjórar, deildarstjórar og sérkennslustjóri ) því nauðsynlegt er að allir rói í sömu átt þegar kemur að breytingum sem þessum

Framkvæmd námskeiðisins er með þeim hætti að tekið er tillit til álags stafsmanna á leikskólum þannig að hver skóli getur sent t.d. 2 starfsmenn á námskeið og svo næstu 2 á næsta námskeið o.s.frv. Þá er gert ráð fyrir faglegri aðstoð eftir námskeið við skipulag og uppsetningar eftir ákveðnum forsendum.

Skráning :
Nethögun ehf.
s. 664-8484

Páll Dungal

Skráning